Aðgangur

verk

Verkskráning og uppgjör

Ákvæðisvinnugrundvöllur rafiðna er hluti af kjarasamningi milli Rafiðnaðarsambands Íslands (RSI) og SART-Samtaka atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði. Ákvæðisvinnustofa rafiðna hefur umsjón með framkvæmd hans í umboði samtakanna.

Ákvæðisvinnugrundvöllurinn er mælistika sem notuð er til að meta störf rafiðnaðarmanna í nýbyggingum. Hann tilgreinir einingaþörf verka miðað við eðlilegan vinnuhraða, aðstæður og fagleg vinnubrögð í fullu samræmi við opinberar kröfur og reglugerðir. Notkun hans tryggir verkkaupa gott verð og gæði raflagnarinnar.

Árið 2004 var tekið í notkun upplýsingakerfi á internetinu til að halda utan um uppgjör á verkum unnum í ákvæðisvinnu. Auk þess hefur verið unnið að uppfærslu samningsins og hann endurskoðaður. Félagar í RSÍ og SART geta fengið aðgang að kerfinu sér að kostnaðarlausu. Þeir sem áhuga hafa geta haft samband við Ákvæðisvinnustofuna og fengið lykilorð.

Opna...
hafa samband

Hafa samband

Ef þú hefur spurningar eða ábendingar er hægt að hafa samband

API aðgangur

API aðgangur

Aðgangur að API fyrir uppflettingu í ákvæðisgrundvelli.

Kemur síðar